FKA & Jóns Svanlaug Jóhannsdóttir

Fyrir tæpum mánuði síðan koma í heimsókn til mín hún Svana Jóhannsdóttir eftir að hafa sent mér póst um að koma í spjall með þessari kynningu “Ég hef búið í Ecuador sem skiptinemi, í Argentínu til að læra að syngja tangó, í London sem aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri í fjórum leikhúsum á West End, í Barcelona sem viðskiptafræðinemi og seinna í spænskri sveit sem eiginkona sláturhússstjórans“.


Ég skal alveg viðurkenna að ég vissi ekki alveg hverju ég átti von á, en þetta er líklega eitt það einlægasta og fallegasta viðtal sem ég hef tekið. Ef þig langar að vita hvernig fallegt viðtal hljómar þá er um að gera að hlusta.
Svana segir okkur frá lífi sínu, söngnum og fyrirtækinu Osteostrong.

Á osteostrong.is segir;
“Hvað er OsteoStrong®?Einstakt kerfi til að auka styrk beinagrindarinnar.
Með því að gera æfingar í 60 sekúndur, einu sinni í viku, geta notendur styrkt beinagrindina að meðaltali um 14.7% á hálfu ári. Á einu ári geta þeir aukið styrk sinn um 70% en jafnvægi getur aukist um 77% eftir aðeins fimm skipti. Margir losna við stoðkerfisverki, verki í baki og liðamótum ásamt því að fá betri líkamsstöðu.
OsteoStrong® er ekki líkamsræktarstöð, fæðubótarefni, lyf eða læknismeðferð. OsteoStrong® er einstakt tækifæri til að bæta almenna heilsu með því að styrkja beinagrindina.”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *