Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands þáttur 49

Fjalar Sigurðarson markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands er gestur Óla Jóns í þætti númer 49 á jons.is
Fjalar hefur starfað í fjölmörg ár að markaðssmálum og í fjölmiðlum.
Hann starfaði meðal annars á auglýsingastofunni Nonna og Manna og var einnig með sjálstæðan rekstur sem ráðgjafi í tíu ár.
Undanfarin tvö ár hefur Fjalar starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Nýsköpunarmiðstöðin heldur úti fjölbreyttri starfsemi sem skiptist í megin þáttum í tvö svið
Tæknirannsóknir og ráðgjöf annarsvegar og stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki hinsvegar.

“Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki”
Við Fjalar ræðum hvað er í boði hjá Nýsköpunarmiðstöðinni, til dæmis frumkvöðlasetur, námskeið sem í boði eru og
vefsíðuna nmi.is sem hefur að geyma mikið af upplýsingum sem nýtast aðilum í fyrirtækjarekstri.

Stafrænt forskot er verkefni sem Nýsköpunarmiðstöðin er nýbúin að koma á legg með aðstoð og að skoskri fyrirmyndi.
forskot.nmi.is
“Stafrænt forskot er safn af vefritum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður fyrirtækjum til að hjálpa þeim að hagnýta vef,
samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í  markaðsmálum og rekstri.”

Fjalar segir okkur frá þessu verkefni ásamt því að ræða markaðsmál almennt, frá Kotler og Canvas businessmodel og að margumræddum facebook leikjum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *