Elvar Páll Sigurðsson, Pipar\TBWA þáttur 54

Elvar Páll Sigurðsson er í forsvari fyrir DAN (Digital Arts Network) hjá Pipar\TBWA ásamt því að vera hluti af The Engine teyminu eftir nýlega sameiningu Pipars/TBWA og The Engine.

Elvar hélt skemmtilegan fyrirlestur um gögn og skapandi notkun þeirra ásamt því að sýna á skemmtilegan máta hvernig hann sjálfur bjó til gögn á meðan fyrirlestrinum stóð.

Um Elvar og fyrirlesturinn segir á pipar-tbwa.is/krossmidlun
“Elvar Páll Sigurðsson er sérfræðingur og ráðgjafi í stafrænni markaðs­setningu hjá Pipar\TBWA. Þar er hann jafnframt í forsvari fyrir DAN (Digital Arts Network) sem er hluti af alþjóðaneti sérfræðinga TBWA í stafrænni markaðssetningu. Innan teymisins starfa sérhæfðir sérfræðingar í mismunandi öngum hennar.
Auk meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ er Elvar með BS-próf í líffræði frá Auburn-háskóla í Montgomery, en hinn vísindalegi bakgrunnur nýtist vel í núverandi starfi. Áður vann Elvar sem gagnagreinir hjá Þraut efh. og markaðsstjóri hjá RMK ehf.‍
Greining gagna og skapandi notkun þeirra verður æ mikilvægari fyrir árangur vörumerkja í hinu ört vaxandi stafræna landslagi og Elvar mun fara yfir nokkur góð dæmi.”

Elvar fer líka yfir starfið sitt hjá Pipar, segir okkur muninn á Facebook auglýsingum og Facebook”statusum”. Elvar útskýrir A/B testing ásamt því að fara yfir helstu samfélagsmiðla og hvernig er gott að nýta sér þá í markaðssetningu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *