Í fyrsta þætti ársins 2020 er viðtal sem ég tók við Ellen Ragnars Sverrisdóttur í nóvember 2019.
Ellen segir okkur frá frumkvöðlaheiminum, frá sumarstörfum sínum í London á menntaskólaárunum, og fyrirtækinu hennar Ragnars.

Í frétt Morgunblaðsins 2.10.2019 um Ellen og Ragnars segir:
“Ragnars er nýr vettvangur á netinu sem gerir fagfólki í stílistaheiminum kleift að koma þjónustu sinni á framfæri. Ellen Ragnars Sverrisdóttir er stofnandi samnefnds fyrirtækis sem sprottið er upp úr Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum en Ragnars setti nýlega upp nýja útgáfu af lausninni á vefsíðunni Ragnars.co, fyrir Lundúnamarkað, fyrsta áfangastað fyrirtækisins, þar sem hægt er að velja um yfir 100 tegundir af þjónustu Ragnars. Íslendingar geta þó nýtt sér þjónustuna í gegnum netið eða þegar þeir heimsækja London en hægt er að panta tíma með stuttum fyrirvara. Ellen segir starf persónulegra stílista ekki vera nýtt af nálinni en að þjónusta þeirra hafi hingað til ekki verið mjög aðgengileg almenningi „Þetta hefur verið falin þjónusta ætluð efnameiri einstaklingum,“ segir Ellen sem sjálf hefur bakgrunn úr fjármála- og tískugeiranum. „Í fyrri störfum sem ég sinnti erlendis hef ég verið stöðugt á ferðalagi en svo kemur sá tími í lífinu þar sem maður eignast barn og hefur engan tíma og dettur í þetta týpíska fjölskyldumynstur. Þá skiptir ótrúlega miklu máli, sérstaklega í stórborgarvinnuumhverfi þar sem klæðaburður er oft mjög formlegur, að geta leitað sér aðstoðar.“ Ragnars er nýr vettvangur á netinu sem gerir fagfólki í stílistaheiminum kleift að koma þjónustu sinni á framfæri. Ellen Ragnars Sverrisdóttir er stofnandi samnefnds fyrirtækis sem sprottið er upp úr Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum en Ragnars setti nýlega upp nýja útgáfu af lausninni á vefsíðunni Ragnars.co, fyrir Lundúnamarkað, fyrsta áfangastað fyrirtækisins, þar sem hægt er að velja um yfir 100 tegundir af þjónustu Ragnars. Íslendingar geta þó nýtt sér þjónustuna í gegnum netið eða þegar þeir heimsækja London en hægt er að panta tíma með stuttum fyrirvara. Ellen segir starf persónulegra stílista ekki vera nýtt af nálinni en að þjónusta þeirra hafi hingað til ekki verið mjög aðgengileg almenningi „Þetta hefur verið falin þjónusta ætluð efnameiri einstaklingum,“ segir Ellen sem sjálf hefur bakgrunn úr fjármála- og tískugeiranum. „Í fyrri störfum sem ég sinnti erlendis hef ég verið stöðugt á ferðalagi en svo kemur sá tími í lífinu þar sem maður eignast barn og hefur engan tíma og dettur í þetta týpíska fjölskyldumynstur. Þá skiptir ótrúlega miklu máli, sérstaklega í stórborgarvinnuumhverfi þar sem klæðaburður er oft mjög formlegur, að geta leitað sér aðstoðar.“

Á ragnars.co segir
“I was a busy working mum who loved to look good, but had no time to be an informed shopper when it came to style.”Henceforth the creation of RAGNARS. I founded RAGNARS for the time-poor people who care about their appearance, those who could use an expert to shop with them more effectively, and help them enjoy a successful retail experience. RAGNARS represents efficiency, confidence and inclusiveness. In Icelandic, RAGNARS is a historic name meaning “Strong Counsellor” which is exactly what we aim to provide: giving genuine and reliable fashion advice through a careful selection of styling experts, to empower men and women and support unique sense of style.