Viskavarpið sendir út aukaþátt þessa vikuna í tilefni þess að föstudaginn 10. mars er Ímark dagurinn.
Einar Ben hjá Tjarnargötunni og stjórnarmeðlimur í Ímark kom í spjall. Hann segir okkur stuttlega frá framleiðslufyrirtækinu Tjarnargötunni ásamt því að ræða Ímark, Ímark daginn og íslensku auglýsingaverðlaunin Lúðurinn.
“ÍMARK dagurinn er að þessu sinni helgaður sköpun; sköpunargleði og árangri af kynningar- og auglýsingastarfi. Hvernig er sambúð skapandi agaðrar hugmyndavinnu og markaðsstarfs sem krefst árangurs sem fyrst? Frummælendur koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að vera í fremstu röð í heiminum í sínu fagi. Tveir úr heimi stefnumótunar, almannatengill og hugmyndamaður. Öll segja þau sögur af verkefnum sínum, og leggja þær í sameiginlegan pott til að komast að niðurstöðu um sambúð frumlegrar hugsunar og markaðarins.
Fyrirlesarar á ÍMARK deginum 2017 eru:
- Russell Davies , Chief Strategic Officer of BETC.
- Kevin Chesters, Chief Strategy Officer, Ogilvy & Mather Advertising London
- Laura Wood, Head of Global PR Brand & Partnerships, Jaguar Land Rover
- Jeremy Abbett, an American designer, entrepreneur, inspirational speaker, and creative evangelist at Google.
Fundarstjóri er: Katrín Olga Jóhannesdóttir, Formaður Viðskiptaráðs og stjórnarformaður Já
Húsið opnar kl. 08.15 og dagskrá hefst stundvíslega kl. 09.00.
Frjálst sætaval.
Dagskrá ÍMARK dagsins:
- 08.15 – 09.00 Skráning og afhending fundargagna
- 09.00 – 09.10 Ráðstefnan sett, Katrín Olga Jóhannesdóttir fundarstjóri
- 09.20 – 10.15 Laura Wood
- 10.15 – 10.30 Kaffihlé
- 10.30 – 11.15 Jeremy Abbett
- 11.15 – 11.30 MMR kynnir niðurstöður markaðskönnunar
- 11.30 – 13.00 Hádegishlé
- 13.00 – 13.45 ÁRA – verðlaunaafhending og kynning vinningshafa
- 13.45 – 14.45 Russell Davies
- 14.45 – 15.15 Hlé
- 15.15 – 16.00 Kevin Chesters
- 16.00 Ráðstefnulok
Síðar saman dag verða Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent, en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2016.
Dagskrá Lúðrahátíðar
17.00 – 18.00 Fordrykkur
18.00 – 19.30 Lúðrahátíðin, afhending verðlauna
19.30 – 21.00 Eftirpartý
Kynnir er Erpur Eyvindarson