18. Þáttur Bára Ragnhildardóttir

Í átjánda þætti af Viskavarpinu kynnum við okkur þjónustur Greiðslumiðlunar, Pei og Nóra.
Bára Ragnhildardóttir segir okkur frá því hvernig fyrirtæki, íþróttafélög og einstaklingar geta nýtt sér þessar þjónustur.
Á vefsíðu Pei segir:
“Pei býður greiðslulausnir sem auðvelt er að tengja við vefsíður og viðskiptahugbúnað.
Með Pei er einfalt að borga eða dreifa greiðslum með greiðsluseðlum og kortum á öruggan og þægilegan máta.”

Á vefsíðu Greiðslumiðlunar segir um Nóra
“NÓRI er vefskráningar- og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, námskeið, skóla, líkamsræktarstöðvar, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök ofl.”

Við ræðum líka hvað er framundan hjá þeim, og hvað ber að varast í föstudagskaffi vinnustaða þar sem Óli segir frá biturri reynslu sinni.
Létt og skemmtilegt viðtal við Báru.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *