22. þáttur Árni Árnason


Árni Árnason hjá auglýsingastofunni Árnasynir er viðmælandinn í tuttugasta og öðrum þætti af Viskavarpinu.

Árni hefur mikla reynslu í auglýsinga og markaðssmálum. Hann hefur verið í kennslu,starfað sem markaðsstjóri, unnið við birtingar og á auglýsingastofum svo eitthvað sé nefnt.
Hann stofnaði auglýsingastofuna Árnasynir og er þar titlaður stjóri í dag.

Á vefsíðunni arnasynir.is segir um fyrirtækið

VIÐ SEGJUM SÖGUR
Við elskum að segja sögur. Sögur sem tala til markhópsins þíns og hreyfa við honum. Af því að fólk hefur áhuga á sögum og við höfum áhuga á fólki.
Við erum þjónustufyrirtæki
Þjónusta er okkur í blóð borin, enda grunnurinn að okkar starfsemi. Það þýðir að:
– við sýnum 100% fagmennsku í öllu sem við gerum
– við uppfyllum væntingar eða förum framúr þeim
– við virðum tímamörk
– við verðleggjum okkur sanngjarnt
– við veitum faglega ráðgjöf og erum t.d. alveg óháð birtingaraðilum
– við náum árangri – á þínum forsendum

HUGMYNDAFRÆÐI
Hvert verkefni er einstakt og við nálgumst það út frá aðstæðum hverju sinni en árangur viðskiptavina okkar er alltaf okkar stærstu verðlaun. Við trúum því að skilningur á menningu og gildum, neytandanum, hvötum hans, löngunum og þrám sé lykilatriði árangursríkra samskipta og nálgumst því verkefnin okkar út frá sjónarhóli móttakandans.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *