FKA, Markaðssetning, Tengslamyndun
23. Þáttur Hrafnhildur Hafsteinsdóttir
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu.
Hrafnhildur segir okkur frá menntun sinni og störfum ásamt því að segja okkur frá FKA.
FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi og er með meira en 1000 félagskonur.
Á vefsíðunni fka.is segir um félagið
“Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999.
Þeim þeir sem hafa áhuga á að koma með tillögur fyrir þáttinn er bent á að hafa samband við olijons@jons.is