26. Þáttur Eygló Egilsdóttir


Við hjá Viskavarpinu höfum sérstakan áhuga á því þegar fólk stofnar fyrirtæki sem eru óhefðbundin ef svo má segja.
Eygló stofnaði fyrirtækið sitt jakkafatajoga 2013.
Hún og hennar fólk koma í heimsókn í fyrirtæki á skrifstofutíma og gera sem þau kalla jakkafata jóga, það er að segja jóga í vinnufötunum.
Hér má lesa nánar um hvernig jakkafatajoga virkar.

Á jakkafatajoga.is segir um Eygló
Eygló kynntist jóga fyrst í æsku í gegnum móður sína sem stóð fyrir því að fá þekkta íslenska jógakennara til að koma og halda námskeið úti á landi þar sem fjölskyldan bjó.

Það var þó ekki fyrr en sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló. 

Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillu.

Stofnandi og eigandi Jakkafatajóga á Íslandi, kennir tíma í Reykjavík.
Stofnandi og eigandi Yoga með Eygló: Thai yoga massage og Hatha jógatímar
Metabolicþjálfari hjá Spörtu – heilsurækt í Kópavogi

2012 ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis
2009 Jógakennari frá Guðjóni Bergmann
2006 Viðskiptafræðingur BSc frá Háskóla Íslands

Ýmis námskeið frá 2012 í þjálfun m.a.:
2014 Hraðaþjálfun hjá Ian Jeffries á vegum Keilis
2013 Training For Warriors level 1 og 2 hjá Martin Rooney
2013 Hraðaþjálfun hjá Martin Rooney
2012 REHAB traner essentials og master á vegum Kine Academy

Ýmis námskeið frá 2009 í jóga m.a.:
2014 Jóga fyrir börn, námskeið á vegum JKFÍ, kennari Eva Þorgeirsdóttir
2012 Stöðuleiðréttingar (Yoga Shala, Reykjavík)
2011 Thai yoga massage / jóganudd (Chang Mai, Thailandi)

Stjórnarmeðlimur Jógakennarafélags Íslands 2012-2014

Sjálfstætt starfandi einkaþjálfari frá 2012
Sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2009

18216143_10156123422574937_608305501_o

Til að hafa samband við Eygló og jakkafata jóga er best að senda á eyglo@jakkafatajoga.is. Allar nánari upplýsingar má finna á jakkafatajoga.is

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *