Nýr þáttur af Viskavarpinu, þáttur númer 25.
Við höldum okkur en við Ólafsþemað og nú er það Ólafur Sveinn Jóhannesson Deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar hjá Tækniskólanum.
Ólafur segir okkur frá því hvernig það kom til að rafvirki frá Tálknafirði fór í það að sjá um markaðs og kynningarmál hjá Tækniskólanum.
Einnig segir hann okkur frá verkefninu #kvennastarf sem Tækniskólinn ásamt fleiri aðilum stendur að.
Á vefsíðunni kvennastarf.is má lesa um þetta verkefni ásamt því að skoða myndbönd og fleira.
Ég minni á facebook síðu viskavarpsins facebook.com/viskavarpid/ og tölvupóstfangið olijons@viskavarpid.is fyrir þá sem vilja hafa samband.