Þáttur 120 Berglind Ósk Ólafsdóttir

Berglind Ósk Ólafsdóttir verkefnastjóri umhverfismála hjá BYKO er gestur Óla Jóns í þessum þætti.

Berglind Ósk Ólafsdóttir


Við ræðum meðal annars um hvernig BYKO vinnur að umhverfismálum, hvaða skref hafa verið stigin í átt að sjálfbærni og hver ábyrgð BYKO er í virðiskeðjunni varðandi vistvænt vöruframboð.

Við förum einnig yfir Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en BYKO er í miðri innleiðingu á fjórum kjarnamarkmiðum sem fyrirtækið leggur þungann á og gerir grein fyrir þeim í sinni fyrstu samfélagsskýrslu sem var gefin út vorið 2020 fyrir rekstarárið 2019.

Berglind er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, með 14 ára stafsreynslu í markaðsmálum og hefur nú snúið sér að verkefnastjórn á viðskiptaþróunarsviði BYKO þar sem hún ber ábyrgð á að fylgja og þróa umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Berglind situr í stjórn faghóps um loftlags- og umhverfismál hjá Stjórnvísi og situr einnig í stjórn Neistans, félagi hjartveikra barna. Berglind er gift Steini Jóhannssyni, verkefnastjóra hjá fasteignafélaginu Smáragarði og eiga þau þrjá syni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *