Hörður Harðarson Landsstjóri – Entravision Ísland

Hörður kom í viðtal hjá Óla Jóns í nóvember 2017 í þætti númer 41.

Í þessu viðtali fer Hörður yfir hvað Entravision sem er vottaður sölu- og þjónustuaðili fyrir Meta er, hvað þjónustu þau bjóða upp á osfrv.

Hluti af þeim spurningum sem koma svör við í þessu viðtali.

  • Hvað er Entravision?
  • Hvað þjónusta er hjá Entravision?
  • Hvað þarf ég til að vera viðskiptavinur Entravision?
  • Þarf ég að verja lágmarksupphæð í birtingar?
  • Afhverju kostar þjónusta Entravision ekki neitt, fæ ég svo reikning í bakið seinna?
  • Tapa ég einhverju á að vera í viðskiptum við Entravision?
  • Dekkun og tíðni, hvað er það?

Á https://entravision-iceland.com/ segir um Entravision að þau séu Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta eru hluti af teymi Meta í völdum löndum á heimsvísu. Hjá þeim starfa sérfræðingar sem hafa verið sérstaklega valdir, þjálfaðir og vottaðir af Meta. Sérfræðingar okkar veita fyrirtækjum endurgjaldslausan stuðning og ráðgjöf, allt frá þarfagreiningu til stefnumótandi ráðgjafar. Vottaðir sölu- og þjónustuaðilar Meta hjálpa fyrirtækjum að ná markmiðum sínum, auka hæfni og árangur af markaðsstarfinu.

Við Hörður vorum líka með leynigest sem stóð sig virkilega vel og var með mjög sterka innkomu, þökkum Ronju fyrir hennar hlutverk í þessu viðtali.