Nýr þáttur af Hlaðvarpinu á Jóns. Jóhann Þórsson er markaðsstjóri Sjóvá en hann tók við því starfi fyrir nokkru.
Í þessu spjalli kynnumst við Jóhanni og ræðum auðvitað markaðsmál í þaula.

Fréttatilkynning þegar Jóhann tók við starfi markaðsstjóra Sjóvá
“Jóhann Þórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Sjóvá.
Jóhann hefur víðtæka reynslu af stjórnun markaðsmála.
Hann var markaðsstjóri Dohop frá 2014-2017, markaðsstjóri Wedo (Heimkaup, Hópkaup og Bland.is) 2017-2018 og hefur starfað sem vefstjóri og sérfræðingur í stafrænum miðlum í markaðsdeild Sjóvá frá ársbyrjun 2019.
Jóhann er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í lífupplýsingafræði frá Royal Holloway, University of London.“