Leigðu aðstöðuna eða við sjáum um allt fyrir þig

Leigðu Hlaðvarpsherbergi Jóns
Hjá okkur getur þú leigt tíma í Hlaðvarpsherbergi Jóns.
Við erum með Roadcaster Pro upptökutæki ásamt 4 Rode hljóðnemum á armi í hljóðdempandi rými. Í herberginu eru þægilegir stólar fyrir 4.

  • Leigir herbergið og sérð sjálf/sjálfur um að klippa og koma efninu í loftið
  • Leigir herbergið og við sjáum um að klippa og þú setur efnið í loftið
  • Leigir herbergið og við sjáum um að klippa og setja efnið í loftið

Við sjáum um allt fyrir þig
Við hjá Jóns framleiðum hlaðvarpsþætti.
Í rúm fjögur ár höfum við framleitt rúmlega hundrað þætti undir því einfalda nafni Hlaðvarpið á jons.is sem er tileinkað sölu og -markaðsmálum.
Við höfum því safnað töluvert mikilli reynslu á þessu sviði (og græjum) sem okkur langar að nýta enn frekar. Við getum bæði framleitt hlaðvarp sem eingöngu hljóðefni en einnig sem myndbönd.

Nú nýverið hófum við samstarf við Iðan fræðslusetur um framleiðslu á þættinum Augnablik í iðnaði þar sem Óli Jóns tekur einnig að sér hlutverk þáttastjórnanda.
Það sem við bjóðum upp á er eftirfarandi:

  • Verkefnastjórnun ásamt hugmyndavinnu við gerð hlaðvarpa
  • Upptökur og eftirvinnsla
  • Dreifing á efninu á þeim miðlum sem við á
  • Tæki og tól sem þarf við upptökur
  • Aðstöðu til að taka upp ef á þarf að halda

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér þessa þjónustu þá er hægt að ná í okkur á info@jons.is eða í síma 5194774

Óli Jóns hefur komið að um það bil 200 hlaðvarpsþáttum