Hlaðvarpsgerð

Við hjá Jóns framleiðum hlaðvarpsþætti.
Í tæp fjögur ár höfum við framleitt rúmlega áttatíu þætti undir því einfalda nafni Hlaðvarpið á jons.is sem er tileinkað sölu og -markaðsmálum.
Við höfum því safnað töluvert mikilli reynslu á þessu sviði (og græjum) sem okkur langar að nýta enn frekar. Við getum bæði framleitt hlaðvarp sem eingöngu hljóðefni en einnig sem myndbönd.

Nú nýverið hófum við samstarf við Iðan fræðslusetur um framleiðslu á þættinum Augnablik í iðnaði þar sem Óli Jóns tekur einnig að sér hlutverk þáttastjórnanda.
Það sem við bjóðum upp á er eftirfarandi:

  • Verkefnastjórnun ásamt hugmyndavinnu við gerð hlaðvarpa
  • Upptökur og eftirvinnsla
  • Dreifing á efninu á þeim miðlum sem við á
  • Tæki og tól sem þarf við upptökur
  • Aðstöðu til að taka upp ef á þarf að halda

Ef þú hefur áhuga á að kynna þér þessa þjónustu þá er hægt að ná í okkur á info@jons.is eða í síma 5194774