Viskavarpið óskar öllum gleðilegs sumars. Nú er komið að þætti 24, í honum fáum við að kynnast Ólafi Helga Þorkelssyni hjá Data Dwell. Data Dwell er hugbúnaðarfyrirtæki stofnað af Ólafi og Skarphéðni Steinþórssyni 2012. Ólafur segir okkur frá hugmyndinni hvernig hún kom til, ferlinu á stofnun og þróunn fyrirtækisins ásamt stöðunni í dag og framtíðarsýn […]
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Hrafnhildur segir okkur frá menntun sinni og störfum ásamt því að segja okkur frá FKA. FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi og er með meira en 1000 félagskonur. Á vefsíðunni fka.is segir um félagið “Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) […]
Árni Árnason hjá auglýsingastofunni Árnasynir er viðmælandinn í tuttugasta og öðrum þætti af Viskavarpinu. Árni hefur mikla reynslu í auglýsinga og markaðssmálum. Hann hefur verið í kennslu,starfað sem markaðsstjóri, unnið við birtingar og á auglýsingastofum svo eitthvað sé nefnt. Hann stofnaði auglýsingastofuna Árnasynir og er þar titlaður stjóri í dag. Á vefsíðunni arnasynir.is segir um […]
Nú vendum við okkar kvæði í kross og ræðum við Jeremy Tai Abbett en hann kom hér á dögunum til að taka þátt í ÍMARK deginum. Hann er nú á leið aftur til landsins í lok mánaðarins til þess að tala á RIMC, 31. mars. Við ræðum meðal annars hvernig það er að vinna hjá […]
Næstu þrír þættir af Viskavarpinu eru helgaðir RIMC Reykjavík Internet Marketing Confrence sem haldin verður 31. mars. Við fáum í heimsókn fyrirlesara af ráðstefnunni og fræðumst aðeins um dagskrána sem framundan er. Fyrstur er Þór Matthíasson hjá The Engine. Hann segir okkur frá starfi sýnu hjá The Engine í dag, hvað hann ætlar að ræða […]
Viskavarpið sendir út aukaþátt þessa vikuna í tilefni þess að föstudaginn 10. mars er Ímark dagurinn. Einar Ben hjá Tjarnargötunni og stjórnarmeðlimur í Ímark kom í spjall. Hann segir okkur stuttlega frá framleiðslufyrirtækinu Tjarnargötunni ásamt því að ræða Ímark, Ímark daginn og íslensku auglýsingaverðlaunin Lúðurinn. “ÍMARK dagurinn er að þessu sinni helgaður sköpun; sköpunargleði og […]