10. Þáttur Alda Karen Hjaltalín

Alda Karen Hjaltalín Sölu og markaðsstjóri hjá Ghostlamp sem er leiðandi fyrirtæki í áhrifavalda markaðssetningu/ influencer marketing. Alda sem 23 ára fór að vinna hjá Saga film eftir að hún kláraði stúdentspróf, þarf starfaði hún meðal annars sem sölu og markaðsstjóri. Eftir stutt stopp á háskóla hafið Jón Bragi stofnandi Ghostlamp samband við Öldu og fékk hana til starfa. Jón Bragi stofnaði fyrirtækið 2014, með mikla trú á  influencer marketing. Ghostlamp er í dag með leitarvél sem var byggð hjá þeim frá grunni. Það sem hún gerir er að finna áhrifavalda á samfélagsmiðlum, flokkar þá í hópa gefur þeim einkunn og verðleggur þá. Þetta virkar þannig að viðskiptavinir fara inn á vefinn hjá Ghostlamp, hlaða leitarvélina með sýnum forsendum hvað áhrifavaldarnir eiga að gera og svo framvegis og leitarvélin finnur áhrifavalda sem passar fyrir það vörumerki.
Ghostlamp kerfið, skjáskot
Skjáskot innanúr kerfi Ghostlamp, einfalt og gott viðmót.
Áhrifavaldarnir fá svo tilkynningu hvort þeir vilji taka þátt eða ekki. Þeir sem vilja svo taka þátt fá fyrirmæli um hvað þeir eiga að gera s.s pósta mynd á instagram eða þess háttar. Í dag eru þau búin að keyra herferðir víða um heim. Niðurstöður birtast svo í rauntíma og hægt er að fylgjast með á “analyticssíðu” Ghostlamp. Alda leggur líka áherslu á að áður ef farið er í svona herferð eða í raun hvaða herferð sem er að vefsíðan sé  tipp topp, að vefverslun sé 100%, og að þú þekkir þinn markhóp. Alda Karen nefnir dæmi þar sem þeirra tól hefur virkað vel bæði fyrir Lemon og fyrir matvöruverslun. Starfsfólk Ghostlamp sem telur átta mann hafa mikla trú á framtíðinni og eru með hugann á útrás.  Þeir sem vilja kynna sé þetta frekar er bent á að skoða vefsíðuna ghostlamp.com eða senda póst beint á Öldu ak@ghostlamp.com Þeir sem vilja hafa samband við mig Óla Jóns þá er ég með olijons@viskavarpid.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *